Kraftlyftingafélag Akureyrar

Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) eru íþróttafélagsamtök á Akureyri. Félagið var stofnað 7. janúar 1975 innan Íþróttabandalags Akureyrar og voru stofnfélagar 60. í dag eru tæplega 800 félagsmenn og þar af um 340 iðkendur í fimm deildum félagsins.

Kraftlyftingar

 

Kraftlyftingar er íþrótt þeirra sem vilja vera sterkir. Með markvissum æfingum byggja menn upp alhliða vöðvastyrk, snerpu,  þrek og andlegan styrk. Í keppni reynir auk þess á tækni,  taktík og kjark.

Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.  Ýmist er keppt í búnaði eða án búnaðar. Keppendum er skipt í þyngdarflokka eftir líkamsþyngd. Sigurvegari er sá sem lyftir mestri þyngd samanlagt í öllum þremur greinum. Stundum er keppt í einstökum greinum, þá helst í bekkpressu.

Kraftlyftingar er íþrótt  sem hentar öllum,  óháð kyni og aldri. Líkamlegur ávinningur af styrktaræfingum er gríðarlegur – hvort sem iðkendur stefna á að taka þátt í keppni eður ei. Íþróttin hentar mjög vel fyrir hreyfihamlaða og hætta á meiðslum og slysum er lítil.

Keppnislið KFA í kraftlyftingum hefur verið það sigursælasta á landinu um árabil.

 

Tengiliður er Grétar Skúli Gunnarsson eða Viktor Samúelsson

Ólympískar lyftingar

Ólympískar lyftingar voru stundaðar í fornum egypskum og grískum samfélögum sem grunnþjálfun og náttúruleg leið til að mæla styrk og afl og þær voru á meðal íþróttagreina á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum í Aþenu 1896.

Keppt er í samanlögðum árangri tveggja greina.
Snörun þar sem þú lyftir þyngd af gólfi í einni hreyfingu upp fyrir höfuð.
Jafnhendingu þar sem þú lyftir þyngd af gólfi að herðum og svo upp fyrir höfup.

Nánari upplýsingar er að finna hér

Tengiliður er Tryggvi Jóhann Heimisson

Íþróttaklifur

Íþróttaklifur er íþrótt sem er nokkuð ný af nálinni hér á landi. Þeim sem hana stunda hefur þó fjölgað ört undanfarin ár og er hópur klifrara nú orðinn býsna stór. 2016 var stofnað klifurdeild KFA sem hafði það markmið að koma upp innanhús æfingaaðstöðu og búa til grundvöll svo hægt sé að æfa klifur hér á Akureyri.

Tengiliður er Friðfinnur Gísli Skúlason

Frjálsíþróttir

Í frjálsum íþróttum er lögð áhersla á að þjálfa bæði snerpu og úthald. Frjálsar geta því hentað vel með öðrum íþróttum. Frjálsíþróttadeild KFA leggur áherslu á stangastökk, kastgreinar, milli vegalengdir og þraut karla og kvenna.

Tengiliður Gísli Sigðursson