Umgjörð þjálfunar

Kraftlyftingafaélag Akureyrar starfar í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.

Þjálfun á vegum félagsins verður samkvæmt viðurkenndum handbókum og árangursleiðarvísum sem þjálfararáð KFA hefur skoðað og samþykkt. Markmið þjálfara er fyrst og fremst það að iðkun kraftþjálfunar verði jákvæð og þroskandi, jafnt líkamlega, andlega sem og félagslega. Þjálfarar KFA starfa í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.

Markmið þjálfunar

Vert er að taka fram að markmið hvers hóps eru talin upp í þeirri röð sem heppilegast er að þau komi fyrir. Markmið hvers aldurshóps eiga því alltaf einnig við næsta aldurshóp sem kemur á eftir.

 

9-11 ára

Markmið þjálfunar fyrir þennan aldurshóp er að efla hreyfiþroska barna, bæta tæknilega

færni, auka liðleika, kraft og þol með áherslu á eigin líkamsþyngd og leiki. Auk þess á að kenna börnum um mikilvægi þess að virða líkama sinn og sinna honum vel með því að leggja áherslu  það að borða hollt of fjölbreytt og sofa nóg. Mikilvægast er þó að þau kynnist lyftingum sem heilbrigðum lífstíl og skemmtilegri íþrótt svo í þeim kvikni áhugi sem varir heila lífstíð.

12-13 ára

Markmið þjálfunnar fyrir þennan aldurshóp er að auka kjarnstyrk iðkandans verulega og auka vægi sérstakra tækniæfinga sem miða að því að hægt sé að byrja léttar tækniæfingar með krakkastöngum og kynna þau fyrir keppni í lyftingum með áherslu á gleði og virðingu fyrir náunganum.


14-15 ára

Markmið þjálfunar fyrir þennan aldurshóp er að viðhalda áður fenginni tæknilegri færni ásamt því að auka hraða mikið og bæta styrk, þol og liðleika enn frekar og færa þjálfun meira í áttina að lyftingar séu æfðar með áherslu á keppni í lyftingum með því að undirbúa iðkendur undir þjálfun með mikill áherslu á þjálfum með stöng og keppnislyfturnar. Þetta skal gera í jákvæðum aðstæðum og umhverfi þar sem hverjum einstaklingi er leyft að þroskast og dafna. Einnig skal kynna afreksíþróttamennsku með það að leiðarljósi að ná árangri á mótum en sá möguleiki að íþróttin sé æfð félagsskaparins og líkamsræktarinnar vegna þarf að vera opinn og orðin „Mens sana in corpore sano“  eða „heilbrigð sál í hraustum líkama „ séu höfð að leiðarljósi.

16 ára og eldri

Markmið þjálfunar fyrir þennan aldurshóp er að færa líkamlega getu og færni iðkendans upp á það stig að þjálfunarálagið sé hægt að auka verulega þó að allir þættir þjálfunarinnar séu teknir fyrir. Auka þarf áherslur á afreksmennsku í íþróttinni og skilja á milli þeirra sem vilja æfa íþróttina með það að leiðarljósi að ná árangri á mótum og þeirra sem vilja stunda íþróttina sér til heilsubótar og fyrir félagsskapinn. Það skal þó ekki aðskilja þessa hópa að fullu heldur skal auka æfingaálag verulega fyrir þá sem stefna á þáttöku í afreksíþrótt og skal leggja áherslu á að umhverfið í kringum þá stuðli að afrekum.

 

Aðferð þjálfunar

Einnig skal taka það fram  hér gildir það sama og í markmiðum þjálfunar með aldurshópana

 

9-11 ára

Besta leiðin til að ná markmiðum þjálfunar fyrir aldurshópinn eru að hafa nægilega mikla fjölbreytni í æfingavali þar sem aðaláhersla verður lögð á hverskyns leiki og fjör þar sem blandað er inn í allskyns líkamsþyngdaræfingum sem stuðla að bættum hreyfiþroska. Þá sérstaklega æfingar með áherslu á tæknilega færni sem stuðla samt að aukni þoli, auknum krafti og liðleika. Mikilvægt er að þjálfarar sýni strax hér á þessum aldri hversu mikilvægt er að borða hollt með því að vera góðar fyrirmyndir og ekki vera að ýta undir hvers kyns sælgætisneyslu í kringum hópefli eða aðrar hópferðir, t.d. á innanfélagsmót.

 

12-13 ára

Besta leiðin til að ná markmiðum þjálfunar fyrir aldurshópinn er að kynna til sögunnar lyftingastöngina, og kenna börnunum að virða hana og beita sér rétt, hvort sem það er á æfingum eða annars staðar. Hér skal auka vægi líkamsþyngdaræfinga sem miða að því að auka styrk iðkandans og skal leggja ríka áherslu á fjölbreytni í kjarnæfingum sem styrkja kvið- og bakvöðva. Byrja skal strax að kenna þessum börnum tækni við keppnislyfturnar, snörun og jafnhöttun svo hægt sé að leyfa þeim að keppa á mótum þar sem gefið er verðlaun fyrir efstu þrjú sætin en allir fá viðurkenningu fyrir þáttöku. Tryggja skal að allir fái tækifæri til þess að keppa og æfa miðað við þroska og getu en miða skal við að halda að minnsta kosti mót annan hvern mánuð.

 

14-15 ára

Besta leiðin til að ná markmiðum þjálfunar fyrir aldurshópinn er að minnka vægi leikja og auka vægi þjálfunar með stöng og leggja skal ríka áherslu á keppnisgreinarnar en hér skal þó kynna til sögunnar aukaæfingar svo sem togið og standandi pressu og láta iðkandan spreyta sig í þessum æfingum. Gæta skal þess þó að iðkandinn sé tæknilega fær um að framkvæma þessar hreyfingar og skal leggja áherslu á að enginn fari og geri þessar æfingar þjálfaralaus. Hér skal einnig koma inn forvarnarstarfsemi sem miðar að því að minnka brottfall iðkenda úr hópnum með því að bjóða þeim sem vilja ná árangri og stefna á afrek upp á meira æfingaálag með fleiri æfingum í hverri viku (jafnvel innan meistaraflokksins).

Innanfélagsmótum skal svo fjölga þannig að lágmark sé eitt mót á mánuði svo börnin geti spreytt sig og séð árangur erfiði síns.Sérstaklega mikilvægt er að þjálfari sé á þessum árum mjög góð fyrirmynd og líti ávallt snyrtilega út svo iðkendur geti litið upp til hans og geti leitað til hans með þau vandamál

sem komið gætu upp á þessum árum. Ennfremur þarf að efla félagsskap þeirra sem stunda íþróttina á þessum árum með því að hafa mikið af hópefli utan æfinga og fara nýta hvert tækifæri sem gefst til þess að fara í hópferðir, gildir þá einu hvort um er að ræða keppnisferðir eða aðrar ferðir.

 

16 ára og eldri

Þegar hingað er komið ætti þjálfun að snúast að stórum hluta um árangur í keppnisgreinunum en samt skal hafa æfingar fjölþættar og forðast það að gera æfingar of einhæfar til þess að forðast meiðslahættu. Hér skal leggja mikla áherslu á afreksþjálfun og gera greinarmun á afreksíþróttum og heilsurækt og skal ráða þjálfara fyrir þennan aldurshóp sem fær að hafa frjálsari hendur við þjálfun og skal miða við það að velja einstaklinga sem standast kröfur þjálfararáðs KFA um getu og færni.