Starfið

Kraftlyftingafaélag Akureyrar er þáttakendastjórnað íþróttafélag og býður öllum iðkendum uppá fullt aðgengi að aðstöðu  og æfingahópum félagsins gegn vægu gjaldi. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur undir þeim formerkjum að byggja upp aðstöðu og skilyrði svo hægt sé að sniða íþróttir eftir þeim þörfum og kröfum sem iðkendur og þáttakendur telja ákjósanlegastar að hverju sinni. Hvort sem það er til heilsubótar eða til árangurs.

Kraftlyftingafaélag Akureyrar starfar í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.Þjálfun á vegum félagsins verður samkvæmt viðurkenndum handbókum og árangursleiðarvísum sem þjálfararáð KFA hefur skoðað og samþykkt.

Markmið þjálfara er fyrst og fremst það að iðkun verði jákvæð og þroskandi, jafnt líkamlega, andlega sem og félagslega. Þjálfarar KFA starfa í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.

  • Þjálfunarhandbækur eru greinargerðir og lýsingar með nákvæmri starfslýsingu fyrir þjálfara ákveðins æfingarhóps. Þar koma fram helstu æfingar og æfingaaðferðir, æfingatímar og markmið þjálfunar.
  • Árangursleiðarvísir er einstaklingsmiðuð áætlun íþróttamanns. Þar koma fram æfingaaðferðir, æfingatímar, markmið og fræðsla um hvíld og næringu.