Skipulag og stefnur

Skipurit Kraftlyftingafélags Akureyrar

Skipurit deild

Lyftingaþing kraftlyftingafélags Akureyrar.

Lyftingaþing er æðsta vald félagsins en stjórn milli aðalfunda. Aðalfundur (lyftingaþing) félagsins skal haldinn eigi síðar en 28. febrúar ár hvert. Boðun fundarins skal vera skv. lögum félagsins. Formaður aðalstjórnar ber ábyrgð á að eftir reglunni sé farið.

 

Starfstímabil deilda
Starfstímabil allra deilda er frá 1. september til 31. ágúst.

 

Stjórn

Stjórn skipa sjö manns sem kosin eru á aðalfundi. Reynt er að tryggja að samsetning stjórnar endurspegli starf félagsins og þátttöku beggja kynja. Mikilvægt er að fulltrúar í stjórn hafi tíma og aðstöðu til að sinna stjórnarstörfum. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum, þannig að kosinn er varaformaður, gjaldkeri, ritari og þrír. Formaður er framkvæmdarstjóri og aðalsforsvarmaður félagsins,  varaformaður er honum til stuðnings, gjaldkeri hefur umsjón yfir bókhaldi, ritari sér um fundargerðir og skjalasafn félagsins og einn meðstjórnandi er stjórninni til halds og trausts. Stjórn hefur ávallt tvö 16-25 ára áheyrnarfulltrúa í stjórn eða sérstakan fulltrúa á þeim aldri sem hefur rétt á að sitja stjórnarfundi Auk þessarar skiptingar skiptir formaður ábyrgð og hlutverkum á stjórnarmenn í upphafi hvers starfsárs.  Stjórn fundar að meðaltali einu sinni í mánuði.

Stjórn;
1 Ber ábyrgð á framtíð KFA og hefur því mótun og framkvæmd stefnu félagsins reglulega á dagskrá
2 Leitast við að skapa bestu mögulegu forsendur fyrir starfsemi félagsins
3 Ber ábyrgð á ímynd KFA og samskiptum félagsins við félagsmenn og umhverfið
4 Vinnur að jákvæðu og framsýnu samstarfi innan félagsins
5 Hefur eftirlit með starfi deilda, leggur tillögur um breytingu á stöðu þeirra fyrir aðalfund og gerir tillögur um nýjar deildir
6 Aðstoðar deildir eftir bestu getu og hefur afskipti af starfi þeirra ef ástæða er til
7 Heldur félagaskrá með víðtækum upplýsingum um þátttöku í starfi félagsins og heiðrar félagsmenn á grundvelli þeirra upplýsinga og laga félagsins

 

Stjórn framselur verkefni sem tengjast daglegri þjónustu, rekstri skrifstofu og aðstöðu til framkvæmdastjóra en fær fundargerðir framkvæmdastjórnar til umfjöllunar og hefur eftirlit með starfi hennar.

 

Stjórn KFA starfsárið 2015-2016:

 • Formaður: Grétar Skúli Gunnarsson
 • Varaformaður: Fjölnir Guðmannsson
 • Gjaldkeri: Hulda B. Waage
 • Meðstjórnandi: Viktor Samúelsson
 • Meðstjórnandi: Einar Már Ríkarðsson
 • Varamenn: Kristján H. Buch, Halldór Kristinn Harðarson
  • Áherynafulltrúi: Fríða Björk Einarsdóttir

 

Stjórn KFA starfsárið 2014-2015:

 • Formaður: Grétar Skúli Gunnarsson
 • Varaformaður: Einar Már Ríkarðsson
 • Ritari: Kristján H. Buch
 • Gjaldkeri: Hulda B. Waage
 • Meðstjórnandi: Viktor Samúelsson
 • Varamenn: Halldór Kristinn Harðarson, Alexandra Guðlaugsdóttir

 

 

Nefndir og ráð

Aganefnd

Aganefnd skal úrskurða um þau atriði sem fram koma í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanna á mótum. Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af fer fram fara á vegum KFA.  Nefndina skipar fulltrúi stjórnar ásamt tveimur menntuðum lögfræði menntuðum félagsmönnum eða óháðra aðila.

 

Dómaranefnd

Dómaranefnd hefur umsjón með dómaramálum KFA, ber ábyrgð á flokkun og vali dómara á mót á vegum félagsins og sér um fræðslumál dómara. Nefndina skipar fulltrúi hæst gráðaður dómari í félaginu sem formaður dómaranefndar ásamt tveimur öðrum dómurum.

 

Mótanefnd

Mótanefnd annast yfirstjórn mótamála KFA, þar með talið skipulag móta, niðurröðun þeirra og eftirlit með framkvæmd sbr. reglugerð KRAFT og LSÍ um mót. Nefdnina skipar fulltrúi stjórnar ásamt tveimur öðrum úr félaginu.

 

Meistaraflokksráð

Hhefur umsjón með keppnisliðum KFA. Ráðið hefur umsjón með  þátttöku viðkomandi liða í keppnum, skipuleggur undirbúning þeirra og annast samskipti við þjálfara liðanna. Ráðið er skipað fulltrúa stjórnar KFA og allt að fjórum fulltrúum úr iðkendahóp meistaraflokksins,

 

Þjálfararáð

Hlutverk þjálfararáðs er að bera ábyrgð að þjálfun á vegum félagsins verður samkvæmt viðurkenndum handbókum og árangursleiðarvísum sem þjálfararáð. Þjálfarar KFA starfa í samræmi við stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga.

Þjálfaráð er vettvangur fyrir þjálfara félagsins til að móta umhverfið og þróa æfingakerfi og hópa. Þjálfarar félagsins þurfa að skila handbókum og árangursleiðarvísum sem þjálfaráð fer yfir og samþykkir áður en æfingahópar eða opnar æfingar hefjast á vegum félagsins.

Þjálfararáð er skipað af öllum þjálfurum félagsins og formaður þjálfararáðs er yfirþjálfari félagsins.

 

Starfsmannahald

Allir samningar við starfsmenn félagsins og deilda þess skulu vera skriflegir.  Framkvæmdastjóri félagsins skal halda skrá yfir alla starfsmenn.

Þjálfarar

Þegar þjálfari er ráðinn til félagsins skal gerður við hann skriflegur samningur þar sem fram koma að lágmarki upplýsingar um réttindi og skyldur þjálfara, launakjör og samningstíma. Þjálfarar félagsins geta ýmist verið launþegar eða verktakar. Samningar við þjálfara skulu vera tímabundnir. Samningar við þjálfara eru í höndum framkvæmdastjóra félagsins.
Íþróttamenn
Þegar íþróttamaður er ráðinn til félagsins skal gerður við hann skriflegur samningur þar sem fram koma að lágmarki upplýsingar um réttindi og skyldur íþróttamanns, launakjör og samningstíma. Ráðnir íþróttamenn félagsins geta ýmist verið launþegar eða verktakar. Samningar við leikmenn skulu vera tímabundnir. Samningar við leikmenn eru í höndum framkvæmdastjóra félagsins.

Aðrir starfsmenn

Þegar starfsmaður er ráðinn til félagsins skal gerður við hann skriflegur samningur þar sem fram koma að lágmarki upplýsingar um réttindi og skyldur starfsmanns, launakjör og samningstíma. Samningar við starfsmenn eru í höndum framkvæmdastjóra félagsins í umboði aðalstjórnar.

Félagaskrá og starfsskýrslur

Allir félagsmenn eru skráðir í kerfið og upplýsingum um þá viðhaldið með kerfisbundnum hætti. Dagleg umsýsla og uppfærsla kerfisins er í höndum umsjónarmanns sem er starfsmaður félagsins. Umsjónarmaður kappkostar að nýta möguleika kerfisins eins og kostur er í þágu félagsins og deilda þess.