Mótaskrá

Mótaskrá KFA 2017

Gamlársmót í bekkpressu (klassískri bekkpressu) 31. Desember

Engin betri leið til að kveðja gamlaárið en með rækilegri bekkpressu keppni. Mótið hefur verið haldið ár hvert síðan 1987. Og verður þetta þá í fertugastaskiptið sem mótið er haldið. Mótið er vinsælastamót félagsins ár hvert, á síðasta móti voru þáttkendur rúmlega 60 og vonandi munu þeim fjölga ár hvert.

Akureyrarmót 16. September

Elsti núlifandi kraftlyftingaviðburður landsins. Akureyrarmeistaramótið hefur verið haldið slit laust síðan 1974. Mótið hefur verið klassískt s.l. ár en við viljum gera það að búnaðarmóti til að búa til fleiri mót fyrir búnaðarlyftara til að ná að spreyta sig.

Sunnumót (push&pull – hluti af ISG 5. ágúst)

2010 var fyrst haldið hér á Akureyri sér kvennamót í kraftlyftingum markmið mótsins var að auka áhuga kvenna til þáttöku í kraftlyftingamótum. Mótið vakti mikla athygli meðal sterkrakvenna hér á landi og dregið ófáar konur inní sportið. Að okkar mati er þáttaka kvenna engu síðri í dag en þáttaka karla.

Okkur langar til að halda mótinu áfram en á öðrum forsendum. Draga til okkar almennings þáttöku í kraftlyftingar, fólk sem hefur stundað lyftingar með öðrum íþróttum, inná almennum líkamsræktarstöðum, skólum eða í crossfit til að reyna fyrir sér í kraftlyftingum á móti öðrum áhugamönnum og byrjendum. Markmið mótsins er að reyna fá sem flesta þáttakendur og leggja áherslu á skemmtun í mótaumgjörð og umfang.

Grétarsmótið (boðsmót –  12. ágúst)
frá 1976 til 1987 var haldið mót í höfuðið á Grétari Kjartansyni, einum af stofnendum KFA og fyrsta Akureyringnum til þess að verða Íslandsmeistari.  Grétar varð fyrir voðaskoti og lést haustið 1974, stofnaður var styrktarsjóður sem safnað var verðlaunaféi fyrir mótið ár hvert og veit stigahæsta keppenda mótsins. KFA ætlar formlega að hefja mótið aftur eftir 30 ára dvala til minningar Grétars og taka upp sama fyrirkomulag. Bjóða sterkustu kraftlyftingamönnum og konum landsins til að keppa um vegleg verðlaun.

1. maí mót KFA – 1. Maí
Árlegt 1. Maí mót KFA – opið fyrir alla! Keppt í klassískum.

Skólameistaramót í lyftingum – 6. maí
Hluti af stofnun lyftingafélaga í skólum á svæðinu verður árlegt mót til að bera saman árangur liða skólana. Mótið verður haldið eftir þýsku „bundeslige“ sem fyrirmynd. Þar sem keppt verður um sameiginlegan árangur liðsins en ekki einstaklingsins.

Byrjendamót KFA – 6. Mars
Innanfélagsmót KFA – hluti af undirbúningi fyrir ÍM í klassískum

Þorramót KFA – 5. Febrúar
Innanfélagsmót KFA –

Föstudagsmót og önnur æfingamót eru regluleg og verða auglýst sér hérna á síðunni. Mótinn eru yfirleitt opinn öllum félagsmönnum ef ekki eru þau liður í undirbúningi fyrir ákveðinn hóp iðkenda.

Mótaskrá KRAFT 2017

http://results.kraft.is/meets

Mótaskrá LSÍ 2017

http://results.lsi.is/meets

Aðgengi að mótum miðað við stöðuflokkunarviðmið (31.12.2016) Kraftlyftingum

Aðgengi að mótum miðað við stöðuflokkunarviðmið (31.12.2016) Ólympískum lyftingum