Jafnréttismál

 

 

Félagið sinnir til jafns kröfum beggja kynja til íþróttaiðkunar. Bæði kyn hafa sömu réttarstöðu innan félagsins. Jafnframt kappkostar félagið þess að fjölga stúlkum í félaginu. Eins hafa einstaklingar af öllum þjóðfélagshópum sömu réttarstöðu innan félagsins.

 

Inntak íþróttaástundunar er heilbrigði, hreysti og félagsandi. Ástundun lyftinga er krefjandi og getur tekið mikinn tíma iðkenda en hvetur jafnframt til sjálfstæðis og ábyrgðar þeirra. Kraftlyftingafélag Akureyrar hefur jafnrétti í hávegum og jafnrétti sé haft að leiðarljósi í leik og starfi. Mikilvægt er að jafnréttis sé gætt meðal kynja og hópa og að allir iðkendur séu jafnir. Jafnréttis- og jafnræðissjónarmið skipta miklu fyrir starf félagsins í heild og eru þáttur í því að byggja upp öflugt íþróttasamfélag á Akureyri sem nýtur stuðnings og virðingar allra bæjarbúa.