Fræðsla og forvarnir

 

 

Upplýsingaskylda.

Starfsmenn eru upplýsingaskyldir gagnvart stjórnendum, barnaverndarnefnd og forráðamönnum barna og unglinga sem þátt taka í starfi félagsins sbr. 13. grein laga um vernd barna og ungmenna: Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum og ungmennum  Hverjum sem stöðu sinnar vegna hefur afskipti af málefnum barna og ungmenna og verður í starfa sínum var við óviðunandi misfellur á uppeldi og aðbúð barna og ungmenna, er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart.  Sérstaklega er skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna og ungmenna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að málefnum barns sé þannig komið að barnverndarnefnd ætti að hafa afskipti af þeim. Tilkynningarskylda gengur að þessu leyti framar ákvæðum laga um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétt.

 

Til eru á skrifstofu félagsins stöðluð tilkynningarblöð frá félagsmálaráði þar sem eru tilgreindar eftirfarandi ástæður sem misfellur á uppeldi barna og ungmenna:

 

 

 • Grunur um fjölþætta vanrækslu
 • Grunur um neyslu barns á áfengi eða vímuefnum
 • Grunur um áfengis-og vímuefnaneyslu foreldra
 • Grunur um að barn hafi beitt annað barn ofbeldi
 • Grunur um líkamlegt ofbeldi
 • Grunur um afbrot, skemmdarverk ( o.þ.h) barns
 • Grunur um kynferðislegt ofbeldi
 • Almenn vanlíðunareinkenni hjá barni
 • Veikindi foreldra • Mætingar barns í skóla
 • Lifnaðarháttum foreldra talið ábótavant
  • Lifnaðarháttum barns almennt ábótavan

 


hugmyndafræði og uppeldisstefna
Þeir sem gerast starfsmenn félagsins þurfa að vera meðvitaðir um hlutverk sitt sem áhrifavaldar og leiðbeinendu. Þeir taka á sig þá ábyrgð að vera í einhverjum mæli fyrirmyndir barna og unglinga sem þeir starfa við hlið. Verum meðvituð um stöðu okkar í og utan vinnutíma.

 1. Okkur kemur það við! Ef við verðum vör við áfengis og fíkniefnaneyslu, ofbeldi, einelti eða lögbrot einhvers eða einhverra, þá gerum við viðeigandi ráðstafanir, látum foreldra og/eða yfirvöld vita.
 2. Virðum reglur! Miðum starfsemi við útivistarreglur. Setjum sjálfsagðar reglur um hegðun og framkomu og fylgjum þeim.
 3. Allir velkomnir! Sama reglan gildir fyrir alla. Styðjum við bakið á þeim óframfærnu. Veitum öllum sanngjörn tækifæri til þátttöku.
 4. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft! Tökum hlutverk okkar sem fyrirmyndir alvarlega. Það er siðferðileg skylda leiðtoga og foreldra.
 5. Agi er styrkur! Setjum skýrar og einfaldar reglur. Góður agi leiðir til sjálfsaga
 6. Fíkniefni: Nei takk! Sérstök áhersla er lögð á baráttu gegn lyfjamisnotkun. Verði félagsmaður uppvís að lyfjamisnotkun, skal honum umsvifalaust vísað úr félaginu og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Sterar og önnur fíkniefni eru stranglega bönnuð
 7. Jákvæð viðhorf! Njótum lífsins, gleðjumst saman, leytum lausna, gerum skynsamleg lífsviðhorf að sjálfsögðum hlut. Verum óspör á hrós.
 8. Virðum hvert annað! Hver axli sína ábyrgð. Hlustum hvert á annað. Við erum ólík en öll mikilvæg.
 9. Verðug viðfangsefni!


Heilræði til iðkenda

 

 • Mætið tímanlega og á allar æfingar, helst 5-10 mín áður en upphitun hefst. Tilkynnið

forföll með góðum fyrirvara

 • Borðið hollan mat og borðið nóg af honum. Fylgist með líkamsþyngd og borðið í samræmi við breytingar á henni og þyngdarflokkaval
 • Borðið ekki rétt fyrir æfingu og drekkið mikið vatn. Stillið sykurneyslu í hóf
 • Fáið nægan svefn og hvílið vel á milli æfinga. Hvíldin styrkir, ekki síður en af æfingar!
 • Verið hæfilega klædd á æfingum og í fatnaði sem er teygjanlegur og skerðir ekki hreyfigetu. Ágætt er að vera í peysufatnaði í upphitun eða fyrri hluta æfingar.
 • Verið jákvæð, dugleg og einbeitt. Því meira sem þið leggið ykkur fram, því meiri framförum takið þið.
 • Gangið snyrtilega um íþróttamannvirki og tæki í æfingaaðstöðu. Eftir æfingu á skilyrðislaust að ganga frá öllum lóðum sem notuð hafa verið og taka öll lóð afstöngum. Stangir skemmast ef lóðin eru skilin eftir á þeim.
 • Hjálpið til við að ganga frá æfingaaðstöðu í lok dags
 • Deilið ekki undir neinum kringumstæðum við dómara, það skilar engu
 • Umgangist liðsmenn og andstæðinga af virðingu
 • Umgangist þjálfara, félaga og aðra iðkendur af virðingu
 • Kynning verður einu sinni á ári á bæklingi varðandi kynferðislegt áreiti og einelti á vinnustöðum sem vinnueftirlitið gaf út – og verða öll tilkynnt tilfelli tekinn formlega fyrir á stjórnarfundum.
 • Sýnið háttvísi og verið félaginu til sóma.