Fjármálstjórnun

 

 

Rekstrar- og greiðsluáætlanir

Rekstur félagsins byggir á rekstrar- og greiðsluáætlunum sem samþykktar eru af aðalstjórn. Áætlanir eru notaðar af framkvæmdastjóra við eftirlit með fjárreiðum.

 

Prókúra
Framkvæmdastjóri félagsins ber ábyrgð á fjárreiðum þess og er prókúruhafi á öllum reikningum félagsins. Hann getur eftir atvikum heimilað prókúru til gjaldkera á einstökum reikningum viðkomandi. Óheimilt er að stofna reikninga á kennitölum félagsins og deilda þess nema með leyfi framkvæmdastjóra.

 


Innborganir

Allar greiðslur til félagsins og deilda þess skulu lagðar á bankareikninga og skráðar í bókhald.

 

Útborganir

Framkvæmdastjóri eða starfsmenn félagins í umboði hans skulu annast allar útborganir félagsins. Greiðslur skv. fyrirliggjandi samningum er heimilt að millifæra á bankareikninga en aðrar greiðslur skulu einungis eiga sér stað gegn framvísun fullnægjandi fylgiskjala. Gert er ráð fyrir að allar greiðslur séu framkvæmdar innan fjögurra virkra daga frá því að greiðslubeðni berst, að því tilskyldu að fjármunir séu fyrir hendi á reikningum. Framkvæmdastjóra er heimilt að veita gjaldkera heimild til útborgana.

 

Útgáfa reikninga

Allir reikningar félagsins og deilda þess eru gefnir út úr reikningakerfi félagsins. Upplýsingar um nafn, heimili og kennitölu skuldara, fjárhæð, eðli kröfu og virðisaukaskatt skulu berast vera skráðar í viðeigandi bókhaldsmöppu.


Bókhald

Bókhald félagsins er fært af bókhaldsstofu með reglulegum hætti og endurskoðað af óháðum fulltrúa félagsins. Uppgjörstímabil eru tvö janúar – júní og júlí – desember. Endurskoðað milliuppgjör fyrstu 6 mánaða skal liggja fyrir 31. júlí ár hvert. Ársuppgjör skal liggja fyrir eigi síðar en 31. janúar ár hvert.

 

Virðisaukaskattur
Félagið leggur áherslu á að í öllum viðskiptum deilda sé farið að lögum um virðisaukaskatt. Styrkir til félagsins eru undanþegnir virðisaukaskatti en allar greiðslur þar sem afgjald kemur fyrir t.d. auglýsingar, eru virðisaukaskattsskyldar. Uppgjör virðisaukaskatts fer fram á tveggja mánaða fresti.

 

Laun og verktakagreiðslur

Starfsmenn félagsins eru ýmist launþegar eða verktakar. Launútreikningar og frágangur skilagreina vegna launatengdra gjalda er í höndum bókhaldsstofu. Launagreiðslur til launþega fara fram mánaðarlega að því tilskildu að næg innistæða sér fyrir hendi.  Uppgjör launatengdra gjalda fer fram mánaðarlega í einu lagi fyrir milligöngu aðalstjórnar og er hlutdeild einstakra deilda í launakostnaði millifærð af reikningum deilda. Verktakagreiðslur eru millifærðar beint af reikningum deilda skv. fyrirmælum gjaldkera þeirra að því tilskyldu að næg innistæða sé fyrir hendi.

 

Yfirdráttarheimildir

framkvæmdastjóra er óheimilt að stofna til yfirdráttarheimilda nema í samræmi við greiðsluáætlanir og með samþykki stjórnar. Yfirdráttarheimild allt að kr. 500.000,- með ábyrgð aðalstjórnar.  Frekari leyfi verða ekki veitt nema með sérstakri ábyrgðar samþykkt aðalstjórnar félagsins.

 

Ráðstöfun styrkja og sameiginlegra tekna

Rekstrarstyrkir
Styrkjunum er ráðstafað til daglegs reksturs félagsins skv. nánari ákvörðun stjórnar.

 

Styrkir til barna- og unglingastarfs
Styrkjunum er ráðstafað til greiðslu hluta kostnaðar við starfsmannahaldi félagsins og til áhaldakaupa ætlað barnastarfi.


Ferðastyrkir/afrekstyrkir
Ferðastyrkir eru hluti rekstrarstyrkja og ákvörðun um ráðstöfun þeirra er í höndum  stjórnar. Styrkjunum er úthlutað á grundvelli umsókna. Umsóknir skulu berast aðalstjórn tvisvar á ári, fyrir 1. apríl og 1. október.

 

Akureyrarbær – tímakaupastyrkir
Tímakaupastyrkir eru hluti rekstrarstyrkja og ákvörðun um ráðstöfun þeirra er í höndum stjórnar. Styrkjunum er ætlað að leysa úr tímabundinni þörf félagsins fyrir æfinga og keppnisaðstöðu utan íþróttamannvirkja

 

Lottó

Tekjum félagsins af Lottóinu er ráðstafað til viðhalds og endurbóta á eignum félagsins. Ákvörðun um ráðstöfun er í höndum aðalstjórnar.


Aðrir styrkir

Aðrir styrkir eru styrkir sem sóttir hafa verið um til ýmisa sjóða og fyrirtækja fyrir tiltekinn verkefni. Eyrnamerktir styrkir fara í þau verkefni sem þeim er ætlað, aðrir styrkir fara fyrir umsjá stjórnar KFA um ráðstöfun.
Afreksjóður KFA

Stjórn Kraftlyftingafélags Akureyrar safnar tekjum sem eru umfram ársáætlun í sameiginlegan sjóð félagsins. Sjóðurinn er ætlað að koma til móts við kostnað afreksmanna eða einstök verkefni félagsins. Það verður einnig hægt er að senda inn tilögur að áhaldakaupum eða umbótum á aðstöðu félagsins.