Framtíðarsýn KFA – lyftinga- og keppnisaðstaða KFA

Lyftingar hér á Akureyri hafa nú enn á ný gengið í endurnýjun lífdaga með ungum og dugmiklum lyftingamönnum. Mikil fjölgun lyftingaiðkenda hefur átt sér stað sl. ár. Það ber því sérstaklega að þakka þeim fjöldamörgu hugsjónamönnum er helgað hafa sig keppni, þjálfun og fræðslu á okkar glæsilegu íþrótt. Í gegnum áratugina hafa lyftingar á Íslandi bæði gengið í gegnum tímabil grósku og hnignunar.  Þetta skjal er hugsað sem kynning á framtíðarsýn Kraftlyftingafélags Akureyrar á aðstöðu lyftingamanna á Akureyri.

Til að geta þjónustað þennan hóp hvað varðar skipulag þurfa að vera áætlanir um útbreiðslu og möguleikar á þenslu. Samhliða  því að sjá fyrir því að mæta ört  stækkandi hópi þarf stjórnin einnig að vera vakandi fyrir samdrætti. Því má  aðstaðan heldur ekki verða of þung í rekstri. Mikilvægt er að það sé rekstrargrundvöllur til lengri tíma.

Miðað við fjölgun iðkenda í yngriflokka starfi félagsins og uppbyggingu úrvalshóps lyftingamanna er hægt að gera ráð fyrir miklum framförum í gæðum í þjálfun og þjónustu innan félagsins  til að styðja við þær íþróttir sem  þar  eru  stundaðar. Því þarf téð aðstaða að getað þjónað sérhæfðum æfinga- og keppnis-legum þörfum allra þessara hópa. Þess vegna er mikilvægt að fjármunum félagsins sé markvisst varið í að bæta innviði og koma til móts við þessar þarfir.

Í  kraftlyftingum og Ólympískum lyftingum hefur bæði orðið uppsveifla á iðkenda og keppendafjölda á landsvísu og mótum hefur fjölgað. Okkur er mikið  í mun að spila okkar hlutverk í mótahaldi og vera í forystu í þróun mótahalds í báðum greinum stórum og smáum, þannig að tækifæri séu fyrir hendi að stíga sín fyrstu skref og að ná alþjóðleglegum árangri.  Þarna liggja fjölmörg tækfæri.

Mótahald er þannig stór hluti að uppbyggingu félagsins nú þegar og auðvelt að áætla ef t.d. beint millilanda flug til Akureyrar verður að veruleika að alþjóðlegt mótahald verður reglulegt. Mikil reynsla býr nú þegar að baki mótahaldi félagsins og hefðin er löng.

Framtíðarsýn þessi er fjölþætt útskýring á rými sem hver deild um sig þarf til að starfið dafni, aðbúnaðarins sem deildarnar þarfnast, hvernig rýmið verður notað og hugsanlegar aðrar útfærslur.

Kraftlyftingar

Rými

220fm opinn salur, með 4.5m lofthæð og góða loftræstingu. Aðgengi að salnum þarf að vera svo hreyfihamlaðir hafi greitt aðgengi.

Skipulag

Salurinn skiptist í tvö sambærileg svæði. Samtals 8-10 æfinga-pallar, annað rýmið er örlítið stærra fyrir laus áhöld, eða sérbúnað sem þarf að draga inn og út við æfingar (búkkar, fótapressur, eða önnur pláss frek áhöld). Þvert yfir salinn laust gangrými með helst mjúku undirlagi, þykku teppi eða gerfigrasi, til að deifa lítilega höggþunga, og grip við upphitunar og fjölhreyfiþjálfun.

Notkun

Það þarf að vera hægt að vera með æfingar fyrir allt að 12-15 iðkendur í einu. Hægt er að vera með einn stóran hóp eða tvö litla samtímis. Rýmið er eingöngu með sérhæfðan búnað til að æfa/þjálfa kraftlyftingar.

1. Aðstaða til kraftlyftinga.

Ólympískar lyftingar

Rými

150fm opinn salur, með 4-5m lofthæð á jarðhæð.

Skipulag

Salurinn skiptist í tvö sambærileg svæði. 8 pallar og annað minna svæði fyrir föst og laus áhöld, eða sérbúnað sem þarf að draga inn og út við æfingar (jarkbúkkar, rekkar, boltar og stangir).

Notkun

Það þarf að vera hægt að vera með æfingar fyrir allt að 10-15 iðkendur í einu. Hægt er að vera með  einn stóran hóp eða tvo minni samtímis.  Rýmið er eingöngu með sérhæfðan búnað til að æfa/þjálfa

2. Aðstaða til ólympískra lyftinga.

Fjölnotasalur

Rými

120-150fm opin salur, með 3.5-5m lofthæð og góða loftræsting. Aðgengi þarf að vera svo hreyfihamlaðir hafi greitt aðgengi.

Skipulag

Salnum er skipt í fjóra hluta:

 1. Upphitunartæki,  helst við gangveg.
 2. Svæði fyrir handlóð og lyftingamaskínur.
 3. Svæði fyrir mobility og tækniæfingar
 4. Svæði fyrir laus lyftingaáhöld og búnað


3. Fjölnotasalur

4. Fjölnotasalur

Keppnisaðstaða

Rými

350-400fm salur með 4-5m lofthæð góða loftræstingu. Aðgengi þarf að vera svo hreyfihamlaðir hafi greitt aðgengi. Rýmið er mest opið með áhaldageymslum á báðum endum.

Notkun

Aðstaða svo hægt sé að halda mót án mikilar fyrirhafnar. Pláss fyrir 100-150 áhorfendur og staðlaður búnaður svo hægt sé að halda lögleg mót og taka þau upp til útsendingar eða varvörslu.

Hugmyndin er að þetta sé fjölnota keppnis- og viðburðarsalur. Þar sem hægt er að halda mót í lyftingum og bardagaíþróttum. Auk þess er hægt að nota aðstöðuna til útleigu til almennar íþróttaiðkunar eða annara viðburða – svosem fyrirlestra, æfingabúðir, tónleika, ráðstefnur, árshátíðir osfv.

5. Aðstaða til mótahalds

Viðauki við mótareglur LSÍ

Vegna fjölda áskorana hefur stjórn lyftingasambandsins samþykkt viðauka við mótareglur sem tekur til Unglingalandsmóts UMFÍ, Íslandsmeistaramóts Unglinga og innanfélagsmóta

Viðauki við mótareglur [*.pdf]

Viðauki við mótareglur LSÍ

1.gr Notkun stanga og opnunarþyngdir

Keppendur 15 ára og yngri mega á Unglingalandsmóti UMFÍ, Íslandsmeistaramóti Unglinga og á innanfélagsmótum nota eftirfarandi keppnisstangir kjósi þeir það:

15 ára og yngri KK: 15kg kvenna keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 21kg (stöng + 2.5kg + klemmur)

15 ára og yngri KVK: 10kg tækni stöng, lágmarks opnunarþyngd 16kg (stöng + 2.5kg + klemmur)

Aðrir keppendur þessara móta þurfa að nota eftirfarandi stangir
16-20 ára KK: 20kg karla keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 30kg (stöng, 2.5kg + lásar)

16-20 ára KVK: 15kg kvenna keppnisstöng, lágmarks opnunarþyngd 25kg (stöng, 2.5kg + lásar)

Á öðrum mótum lyftingasambandsins gilda þær reglur að allir karlar nota 20kg stöng og allar konur 15kg stöng. Lágmarks opnunarþyngdir eru þá 30kg hjá körlum og 25kg á konum.

Á RIG, Íslandsmeistaramótinu og öðrum alþjóðlegum mótum er lágmarksopnunarþyngd 45kg hjá körlum (stöng + 10kg plötur + 2.5kg lásar) og lágmarks opnunarþyngd hjá konum 40kg (stöng + 10kg plötur + 2.5kg lásar).

Mælst er til þess að á Íslandsmeistaramóti Unglinga 2018 og síðar sé keppt í U20, U17 og U15.

2.gr Vigtun keppenda

Á mótum þar sem keppt er í þyngdarflokkum hljóta keppendur 15 ára og yngri keppnisrétt í þeim flokki sem þeir vigtast inn í, ef þeir eru of léttir fyrir skráðan flokk fara þeir niður um flokk og ef þeir eru of þungir fyrir skráðan flokk fara þeir upp um flokk.

16-20 ára þurfa að vigtast inn í þann flokk sem þeir eru skráðir í á mótum sem keppt er í þyngdarflokkum annars fyrirgera þeir rétti sínum til að keppa.

Samþykkt á stjórnarfundi 5.9.2017

Innleiðing markvissar styrktar- og kraftþjálfunar fyrir yngri iðkendur. Sameiginlegur vetvangur fyrir allar íþróttir?

Það hefur tíðkast að undirbúa börn til að þjálfa með sér hæfni til þáttöku í íþróttum á jafnaldra stigi hér á landi. En er það möguleiki á áþreifanlegum afreksíþróttum?

Að vissu marki er það hægt. Ólíkt með eldri iðkendur ætti íþróttaiðkun barna- og unglinga að miðast aðallega að uppeldis og mótunar markmiðum. Ámælanleg hlutlæg markmið eru auka afurð sem er hægt að ná með undirbúningi og þjálfun.

Huglæg uppeldis markmið:
Kenna börnum um mikilvægi þess að virða líkama sinn og sinna honum vel með því að leggja áherslu á að borða hollt og sofa nóg.

Huglæg mótunar markmið:
Mikilvægt að þau kynnist íþróttaiðkunn sem heilbrigðum lífstíl og skemmtilegri afþreyingu svo í þeim kvikni áhugi sem varir heila lífstíð.

Hlutlæg þjálfunar markmið:
Markmið þjálfunar fyrir þennan aldurshóp er að efla hreyfiþroska, bæta tæknilega færni, auka liðleika, kraft og þol.

 

Ef börn eiga að tileinka sér ákveðna eiginleika þá er mikilvægt að skilgreina hver ávinningurinn á að vera og hvaða markmið æfingarumhverfið á að þjóna? Hvað er fornám barna og unglinga í lyftingum að fara skila af sér til okkar og íþróttahreyfingarinnar?

Okkar ávinningur er að okkar framtíðar afreksefni og afreksmenn hafa fengið undirstöðu þjálfun á þeim atriðum sem þeir þurfa að tileinka sér til að geta iðkað okkar íþróttir og þegar kemur að því að þau vilja einbeita sér að því.

Ávinningur íþróttahreyfingarinnar væri að unglingar sem þurfa að stunda styrktar- og kraftþjálfun meðfram sinni íþrótt hafa tileinkað sér undirstöðu atriði á barns- aldri og geta því verið sjálfstæðari, sterkari og öruggari í því íþrótta umhverfi sem þau vilja vera í.

Það hefur verið mikil vitundarvakning um ávinning styrktar- og kraftþjálfunar. Yfirleitt hafa þetta verið eldri unglingar (15-19 ára) þegar þau byrja að sinna þessari þjálfun. Líkamlegir eiginleikar og veikleikar ættu þá að liggja fyrir og ljóst hvað þarf að bæta til þess að ná árangri . Einn þriðji af þeim iðkendum sem eru virkir að hverju sinni hjá okkur eru iðkendur úr öðrum íþróttagreinum. Iðkendur sem eru að æfa hjá okkur til að bæta sig fyrir aðrar íþróttagreinar.

Það er oft misjafnt eftir því hvaða íþrótt þau koma úr hvernig það er haldið utan um þeirra þjálfun, ýmist æfa þeir í hópum eða á sínum eigin vegum. Margir koma í grunnþjálfun, læra undirstöðu atriði og fá ráðleggingar hvernig er best að skipuleggja þjálfunina meðfram þeirra aðal íþrótt (hvernig æfingaálagið og áherslurnar eiga að vera miðað við tímabil og keppni).

Eftir að hafa fylgst með þessum iðkendum og ræða við þau er frekar auðvelt að álikta að það er hægt að undirbúa þau kerfisbundið og ef þau hefðu tileinkað sér undirstöðu atriði fyrr væri skipulögð kraft- og styrktarþjálfun mun árangursríkari á seinna á ferlinum.

Þarfagreiningar íþróttana eru mismunandi, og kröfur til líkamlegs styrks milli íþrótta misjafn. Ákveðnir veikleikar eru fyrirliggjandi milli íþróttagreina, dæmi:
Knattspyrnuiðkendur eru yfirleitt með kraftstífarmjaðmir, vöðvaójafnvægi í lærvöðvum (sem veldur ökla og hnjá meiðslum) og iliopsoas vandamálum.
Íshokkýiðkendur með vöðvaójafnvægi í brjóstkassa og efrabaki, og of stuttan hamstring (vegna líkamstöðu).

 

En almennt eru undirstöður æfingana kraft- og styrktarþjálfun. Þessar hefðbundnu margliðamóta lyftingar.  Hnébeygja, bekkpressa, standandi axlapressa, upphýfingar, power clean, og önnur tog sem eru sérlega meðfærilegar hreyfingar og til þess að notaðar í flest öll æfingakerfi. Þær herma eftir mörgum „nátúrulegum“ hreyfingum og hreyfiminstrum.

Þegar iðkendur hafa tileinkað sér undirstöðu atriði hafa þeir betri stjórn á stöðu liðamóta, stjórnun á stöðu vöðva (lengd, breytingar á lengd og hversu hratt þetta gerist), betri samhæfing (viðbragð), allt þetta leiðir til betri hæfni til að framkvæma hreyfingarnar.

 

Að skilgreina og móta umhverfið: 
Mat á stig getu í lyftingum er áþreifanlegt, undirbúningur og almenn þjálfun til afkasta hefst strax, en þó í samræmi við getu. Hægt er að líkja álag/þyngd við aðra sérhæfingu, tökum dæmi um fimleika.

Ungur fimleika iðkandi fer ekki að æfa sig að gera heljarstökka á fyrstu æfingu. Þetta er líkamleg geta sem þarf að undirbúa með annari þjálfun. Að samaleiti byrjar ungur iðkandi ekki á því að æfa sig að lyfta þungt eða mikið, heldur eru það aðrir þættir í þjálfun sem þarf að safnast, og leiða þar til með bætta getu.

Sérhæfing til árangurs í öllum greinum er töluverð og hæfilega skaðleg bæði líkamlega og andlega fyrir iðkendur sem eru ekki rétt undirbúnir fyrir hana.

– Til sérhæfingar eru tvær aðferðir sem eru einkum notaðar hámarksálag/álag, og umfang. Biomechanískir

Hvernig er þá hægt að auka, getu yngri iðkenda til að framkvæma sérhæfingu og auka umfang og álag án skaða? Að auka almennt líkamsþjálfunar ástand, líkamsvitund, og þröska iðkandans er svarið.

– Almennt líkamsþjálfunar ástand iðkenda er mæling á hæfni í þjálfanlegum eiginleikum iðkenda; snerpa, hraði, þol, liðleiki, styrkur, kraftur, viðbragð, osfv.

Með því að efla líkamlega eiginleika iðkendans með almennri þjálfun ertu að auka getu hans til sérhæfingar.  Almennt líkamsþjálfunar ástand er hægt að skilgreina, og út frá því mæla getu og eiginleika. Markviss almenn uppbygging þarf þá að vera grunnstigið, og síðan væri hægt að gefa þeim sem hafa getu tækifæri til að auka sérhæfingu ef líkamsástand/geta iðkendans leyfir.

Það þarf að leggja áherslu á það að almenni þátturinn sé sá þáttur sem iðkendur ná valdi og tileinka sér sjálfstætt með samansafni af þjálfun yfir árabil.

Áhrif samansafns markvissri þjálfun eru margar, aukinn líkamsvitund, vöðva jafnvægi og skilningur iðkenda hvernig þeir geta viðhaldið og aukið líkamlega getu til afkasta með hlutlægum hætti.

Almenna hlutlæga markmiðið er að auka getu iðkendum að hugsa um sína almennuþætti sjálfstætt og svo í framhaldi auka getu þeirra til að ná sama valdi á sérhæfðum atriðum.

Almenna huglæga markmiðið er að agi, aukið sjálfstraust, andleg og líkamleg heilsa eru fylgifiskar þjálfunar af þessu tagi.

Að tileinka sér lyftingar til afreka er tímafrekt, og miðað við fjárhagslegt, félagslegt, og menningarlegt umhverfi íþróttarinar er öll auka þjálfun eithvað sem þarf að vera hægt að ná skipuleggja einstaklingsbundið – og oft sjálfstætt. Öll afreksefni og afreksmenn koma úr skipulögðu íþróttaumhverfi, leiðinn til okkar eru mismunandi. Í dag er mikill munur fyrir 14 ára ungling að byrja að æfa lyftingar heldur en það var fyrir 10 árum síðan. Ég held að eina leiðinn til að bæta þetta er með markvissri uppbyggingu á kerfisbundnum aðferðum til að þjálfa börn- og unglinga þar er hægt að finna grundvöll sem bæði við og aðrar íþróttir geta gagnast töluvert á.

Kraftlyftingar – búnaður og/eða án?

Í kraftlyftingum er keppt í þremur lyftum – hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu – sem móta samanlagaðan árangur keppenda. Í dag er ýmist keppt með eða án búnaðar.

Það þróaðist þannig að farið var að nota hlífðarbúnað til að minnka meiðslahættu og auka möguleika á álagi. Þróuninn var ör uppúr 1990 – 2000. En hefur lítið breyst síðan þá. Flestur búnaður er hannaður þannig að hann myndi þrýsting eða stuðning við ákveðin vöðvahóp eða saumar i honum leiða álagið. Þannig það þarf að vera til ákveðin tæknilegur og sérhæfður skiliningur á hvernig á að klæða, stilla, og þjálfa sig eftir því hvernig gerð eða týpu þú ert að nota.

Með tilkomu klassískra kraftlyftinga er komin upp hópur iðkenda sem hafa sett sig á móti þessari “hjálpartækja” notkun og vilja sjá íþróttina fara frekar á þann veg að efla útbreiðslu og uppbyggingu á grundvelli klassískra kraftlyftinga.

Klassískar kraftlyftingar:
Kraftlyftingar eru einfaldar statískar hreyfingar sem er ekki svo erfit að ná valdi á. Vegna þess hversu auðvelt er að tileinka sér hreyfingarnar (á öruggan hátt) býður íþróttinn uppá mjög rúmt rými til að iðkendur geta verið tiltölulega sjálfstæðir í sinni þjálfun – eða þá með frekar lágt þjónustu stig m.v. aðra íþrótta iðkendur.

Þetta eru miklir kostir þegar talað er um útbreiðslu íþróttirinar, auðvelt að tileinka sér hreyfingarnar, aðbúnaðar til þjálfunar er hægt að finna í öllum líkamsræktarstöðvum, og þjálfunin er bæði góð fyrir líkama og sál.

Þá kemur að því að klassískar eru almennari útgáfa af þeim kraftlyftingum sem hafa tíðkast. Það eru ekki margar íþróttagreinar sem nota ekki þessar æfingar við styrktarþjálfun og auðveldar áður mjög sérhæfðri íþrótt að tengjast betur við aðrar greinar.

Það er því auðvelt að finna rökinn fyrir því að hallast frekar að klassískum kraftlyftingum og með því byggja upp sterkan grundvöll fyrir framþróun íþróttarinar.

Búnaðar kraftlyftingar:
Eins og með allar íþróttir eru áhættur á meiðslum algengari í keppnis útgáfum en þeim almennri. Þá er mikilvægt að hugsa til forvarna og aðferða til að minnka áhættu þætti og móta með sér leiðir til að auka líftíma keppnismanna. Hægt er að nota hlífðarbúnaðinn til að auka möguleika á þjálfun, sérhæfingu, álagi og tíðni.

Kraftlyftinga hreyfingarnar eru ekki flóknar hreyfingar og náðu fullkomnari hlífðargræjur að búa til aukna kröfu um undirbúning og færni í hreyfingunum með tilit til þess að búnaðurinn væri :

a) Að auka stuðning og öryggi iðkenda

Það hefur sýnt sig að kraftlyftingamenn/konur hafa náð ótrúlega mörgum árum í keppni og að forsendurnar eru að miklu leiti búnaðinum að þakka.
b) Að bæta við breytum og flækja við þjálfunar- og keppnisstigið sem gerir mótinn þeim mun meira spennandi og krefjandi.

Þróuninn hefur ekki orðið mikil á hvernig búnaðurinn virkar, en mikið hefur bæst við sérþekkingu og reynslu sem útskýrir töluverðar framfarir hérlendis og erlendis. Aukið álag við æfingar og keppni verður til þess að þjálfuninn þarf oft að leysa burðarþols og tæknilegahæfni fyrst og fremst. Vöðvaafl- og kraftur er áuninn í gegnum árinn og þarf ekki endilega að vera forgangsatriði – þótt það skiptir vissulega miklu máli.

þannig í staðinn fyrir að líta á þetta sem svindl er hægt að horfa á þetta sem aðferð til að gera íþróttina öruggari frá meiðslum og auka tæknilega kröfu og færni til iðkenda og þjálfara.

c) fyrirbyggjandi gegn lyfjanotkun

 

Búnaðurinn er sterkt vopn þegar barist er við lyfjamisnotkun. En með aukni tæknilegri þekkingu og skilning á þjálfunar aðferðum verður nánast úrelt að eltast við stera notkun og hægt að móta æfingar og þjálfunarskipulag sem skilar stöðugum framförum á öllum stigum án þess að hugsa til lyfja.

Niðurstaða og vangaveltur:

Kraftlyftingar er ein af þessum íþróttum sem ekki bara kalla á beina þáttakendur heldur einnig nauðsyn á fólki sem hefur gaman af íþróttinni og taka þátt sem áhugamenn. Það eru ekki allir til þess fallandi að vera afreksmenn, en það geta allir tekið þátt í kraftlyftingum á sínum eigin forsendum og eru birtingamyndir þeirra endalausar.

Klassískar verða mjög mikilvægar og geta laðað að sér fjölmennari hóp iðkenda sem eru ekki endilega sérhæfðir kraftlyftingamenn en hafa hæfni og gætu haft gaman af því að keppa og æfa með kraftlyftingafélögum.

Það hefur tíðkast í öllum íþróttum að fara þennan veg til að gera íþróttalegt umhverfi betra – fjaðrandi gólf, sundfatnaður sem minkar viðnám, skófatnaður sem eykur viðnám o.sfv. Ég held að stefna Alþjóðlega Kraftlyftingasambandsins (IPF), hefur verið gerðar nauðsynlegar kröfur sem miðað að því að móta og skapa íþrótt sem er mjög örugg en jafnframt krefjandi.

Ég held það verði ástæðulaust að skipuleggja stefnu íþróttarinar í einu eða öðru heldur auka jafnt færni og kröfur á báðum sviðum til að hámarka afkastagetu og árangur iðkenda. Ég er sannfærður um það í staðinn fyrir að móta með sér eitt eða annað er að geta innleitt báðar keppnisútfærslur til að auka áhuga og þáttöku sem flestra.

Held að kraftamenning og áhugi á því að styrkja sig sé tækifæri til að skapa skemtilegt og fjölbreytt umhverfi sem allir geta nýtt sér.

“Klassískar eru snilld  gefur þeim iðkendum sem hafa ekki tíma til að æfa af krafti mót til að stefna á. “

Ingólfur Akureyrarmeistari 2017

Laugardaginn 1. júlí s.l. var Akureyrarmótið í Ólympískum Lyftingum haldið. Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) vann naumlega mótið með 128kg snörun og 163kg í jafnhendingu. Árangurinn var talsvert frá hans besta en dugði þó.

Árni Rúnar (LH) frá Hveragerði sem gerði sér lítið og sló nokkur persónulegmet og náði lágmörkum til að keppa á Norðurlandamótinu (310 sincl.).

Jóel Páll Viðarsson ungur og efnilegur lyftingamaður frá Akureyri sló á mótinu nokkur íslandsmet drengja (u15 ára). En hann tók 81kg í snörun og 95kg í jafnhendingu sem er rúmlega 45kg bæting síðan á síðasta móti samanlagt.

Lyftingadeildinn vill þakka dómurum og starfsmönnum. En á mótinu voru allir stangamenn kvennkyns og gæti verið að það sé í fyrsta skiptið sem svo er á lyftingamóti hérlendis.

Akureyrarmótið í Ólympískum Lyftingum á morgun!

Á morgun fer fram Akureyrarmótið í Ólympískum Lyftingum, mótið er stigamót og keppt í þyngdarflokkum.

Vigtun er kl 09:00-10:00
Keppni hefst kl 11:00

Í aðstöðu KFA í Sunnuhlíð. Það stóð til að halda mótið niðrí Skautahöll en var ákveðið á tæknifundi núna fyrr í kvöld að það skyldi vera hérna í Sunnuhlíðinni.

Akureyrarmótið í Ólympískum Lyftingum

Næsta mót hjá KFA verður Akureyrarmótið í Ólympískum lyftingum sem haldið verður laugardaginn 1. júlí í Skautahöllinni Akureyrar.

skráning er hafin á lsi@lsi.is – fram þarf að koma kennitala, þyngdarflokkur og félag. Skráningafrestur er til 28. júní. keppnisgjald er 2500kr sem greiðist af lyftingafélagi þáttakenda (reikningur að neðan á síðunni).

þyngdarflokkar eru

Kvennaflokkar              Karlaflokkar
-48kg fl.                -56kg fl
-53kg fl.                -62kg fl.
-58kg fl.                -69kg fl.
-63kg fl.                -77kg fl.
-69kg fl.                -85kg fl.
-75kg fl.                -94kg fl.
-90kg fl.                -105kg fl.
+90kg fl.                +105kg fl.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Grétari Skúla s. 848-4460

Sunnumót (push&pull – 5. ágúst)

Sunnumót (push&pull – 5. ágúst)

2010 var fyrst haldið hér á Akureyri sér kvennamót í kraftlyftingum markmið mótsins var að auka áhuga kvenna til þátttöku í kraftlyftingamótum. Mótið vakti mikla athygli meðal sterkrakvenna hér á landi og dregið ófáar konur inní sportið. Að okkar mati er þátttaka kvenna engu síðri í dag en þátttaka karla.

Okkur langar til að halda mótinu áfram en á öðrum forsendum. Draga til okkar almennings þáttöku í kraftlyftingar, fólk sem hefur stundað kraftlyftingar með öðrum íþróttum, inná almennum líkamsræktarstöðum, eða skólum til að reyna fyrir sér á móti öðrum áhugamönnum og byrjendum. Markmið mótsins er að reyna fá sem flesta þátttakendur og leggja áherslu á skemmtun í mótaumgjörð og umfang.

Mótsgjald er 2,500kr og fer allur ágóði mótsins til Hollvinasamtök SAk. Skráning berast til Huldu (hulda100@gmail.com).
Skráningafrestur rennur út 1. ágúst.

Nafn og kennitala  þarf að fylgja skráningu og sími og nafn foreldris ef keppandi er yngri en 18 ára.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Kvennaflokkar               Karlaflokkar

-47kg fl                 -59kg fl
-52kg fl                 -66kg fl
-57kg fl                 -74kg fl
-63kg fl                 -83kg fl
-72kg fl                 -93kg fl
-84kg fl                 -105kg fl
+84kg fl                 -120kg fl
                     +120kg fl

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Grétari Skúla (s. 848-4460)

Akureyringar fyrirferðamiklir í kraftlyftingalandsliðum Íslands

Kraftlyftingasamband Íslands hefur tilkynnt um val á norðurlandamót unglinga og ungmenna sem haldið verður í Noregi í haust. Akureyringar eru fyrirferðamiklir í hópnum en af þeim þrettán sem valdir voru eru átta úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar.

U18

Svavar Örn Sigurðsson -74kg fl.

Ragna Kristín Guðbrandsdóttir -63kg fl.
Ragnheiður Kristín Haraldsdóttir Eyvinds -63kg fl.
Sóley Margrét Jónsdóttir +84kg fl.

U23

Hrannar Ingi Óttarsson -66kg fl.
Aron Ingi Gautason -74kg fl.
Arnar Harðarson -93kg fl.
Karl Anton Löve -93kg fl.
Ingvi Örn Friðriksson -105kg fl.
Þorsteinn Ægir Óttarsson -120kg fl.

Kara Gautadóttir -57kg fl.
Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir -84kg fl.
Andrea Agla Ögludóttir -84kg fl

 

16 af 27 landsliðsmönnum Kraftlyftingasambands Íslands 2017 úr KFA.

9 af 14 í unglingalandsliðum
7 af 13 í landsliðinu í opnum flokki

Myndræn sundurliðun milli félagsliða