Aðstaðan

KFA er til húsa í Sunnuhlíð, nánar tiltekið Sunnuhlíð 12b í Glerárhverfi, þar sem veislusalur KEA var einu sinni til húsa. Æfingamiðstöð KFA er rúmlega 1000fm æfingaraðstaða fyrir kraftlyftingar, ólympískar lyftingar, klifur og sérhæfða styrktarþjálfun. Hér er ekkert gefið eftir þjálfað og æft allan sólarhringinn allt árið um kring. Aðstaðan í Sunnuhlíð er ekki rekinn í hagnaðarskyni heldur fyrir lyftingamenn, af lyftingamönnum.