Gjaldskrá

Þjónustutími er á milli 14:30-22:00 alla virka daga. 

 

Lyfjaákvæði:

Sem meðlimur í Kraftlyftingafélags Akureyrar lofa ég að viðlögðu heiðri mínum að ég á síðustu 24 mánuðum hef ekki brotið gegn, og mun í framtíðinni ekki brjóta gegn, gildandi reglum um lyfjanotkun innan ÍSÍ. Ég skuldbind mig til að mæta í þau lyfjapróf sem eftirlitsaðili skipar mig í, bæði á mótum og utan móta. Ef ég forðast lyfjapróf jafngildir það neitun samkvæmt reglum ÍSÍ.

Félagsamninga skilmálar

Kraftlyftingafélag Akureyrar mun hafa aðstöðuna sem þessi samningur veitir aðgang að opna á auglýstum þjónustutíma. Kraftlyftingafélag Akureyrar mun hafa í boði alla þá þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma. Samningur þessi veitir iðkenda aðgang að allri kennslu og æfingahópum sem Kraftlyftingafélag Akureyrar heldur utan um. Samningurinn veitir hinsvegar ekki rétt til aðgangs að lokuðum tímum og námskeiðum sem kunna að vera í boði gegn gjaldi.

Reglur um uppsögn af innheimtu fyrir æfingargjöldum:

Einn mánuður er fyrirframgreiddur, því oftast um tvær greiðslur að ræða fyrsta mánuðinn. Síðasti mánuður áskriftarinnar er ekki rukkaður. Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi og er staðgreiðsla. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðist í byrjun hvers mánaðar óháð kaupdegi.  Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er tveir mánuðir og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn. Áskriftargjaldið er innheimt í byrjun hvers mánaðar með sjálfvirkri innheimtu á heimabanka. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði. Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki um mánaðarmót, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst.

 

Reglur um aðgengi og notkun á aðstöðu KFA utan þjónustutíma:

  1. Þegar þú ert að æfa utan þjónustutíma ertu á þinni eigin abyrgð. Sérstaklega skal huga að hávaða, umgengi og varast skal að æfa án símtækis.
  2. Aðgangur að aðstöðunni er einstaklingsbundinn og er þar af leiðandi óheimilt að framselja hann eða leyfa öðrum aðila/um að nýta sér hann á nokkurn hátt.
  3. Öll neysla áfengis og vímuefna er stranglega bönnuð – eins gildir að vera undir áhrifum.
  4. Aðeins félagar sem hafa náð tilskildum aldri hafa þann kost að hafa aðgangsskírteini.