Framtíðarsýn KFA – lyftinga- og keppnisaðstaða KFA

Lyftingar hér á Akureyri hafa nú enn á ný gengið í endurnýjun lífdaga með ungum og dugmiklum lyftingamönnum. Mikil fjölgun lyftingaiðkenda hefur átt sér stað sl. ár. Það ber því sérstaklega að þakka þeim fjöldamörgu hugsjónamönnum er helgað hafa sig keppni, þjálfun og fræðslu á okkar glæsilegu íþrótt. Í gegnum áratugina hafa lyftingar á Íslandi bæði gengið í gegnum tímabil grósku og hnignunar.  Þetta skjal er hugsað sem kynning á framtíðarsýn Kraftlyftingafélags Akureyrar á aðstöðu lyftingamanna á Akureyri.

Til að geta þjónustað þennan hóp hvað varðar skipulag þurfa að vera áætlanir um útbreiðslu og möguleikar á þenslu. Samhliða  því að sjá fyrir því að mæta ört  stækkandi hópi þarf stjórnin einnig að vera vakandi fyrir samdrætti. Því má  aðstaðan heldur ekki verða of þung í rekstri. Mikilvægt er að það sé rekstrargrundvöllur til lengri tíma.

Miðað við fjölgun iðkenda í yngriflokka starfi félagsins og uppbyggingu úrvalshóps lyftingamanna er hægt að gera ráð fyrir miklum framförum í gæðum í þjálfun og þjónustu innan félagsins  til að styðja við þær íþróttir sem  þar  eru  stundaðar. Því þarf téð aðstaða að getað þjónað sérhæfðum æfinga- og keppnis-legum þörfum allra þessara hópa. Þess vegna er mikilvægt að fjármunum félagsins sé markvisst varið í að bæta innviði og koma til móts við þessar þarfir.

Í  kraftlyftingum og Ólympískum lyftingum hefur bæði orðið uppsveifla á iðkenda og keppendafjölda á landsvísu og mótum hefur fjölgað. Okkur er mikið  í mun að spila okkar hlutverk í mótahaldi og vera í forystu í þróun mótahalds í báðum greinum stórum og smáum, þannig að tækifæri séu fyrir hendi að stíga sín fyrstu skref og að ná alþjóðleglegum árangri.  Þarna liggja fjölmörg tækfæri.

Mótahald er þannig stór hluti að uppbyggingu félagsins nú þegar og auðvelt að áætla ef t.d. beint millilanda flug til Akureyrar verður að veruleika að alþjóðlegt mótahald verður reglulegt. Mikil reynsla býr nú þegar að baki mótahaldi félagsins og hefðin er löng.

Framtíðarsýn þessi er fjölþætt útskýring á rými sem hver deild um sig þarf til að starfið dafni, aðbúnaðarins sem deildarnar þarfnast, hvernig rýmið verður notað og hugsanlegar aðrar útfærslur.

Kraftlyftingar

Rými

220fm opinn salur, með 4.5m lofthæð og góða loftræstingu. Aðgengi að salnum þarf að vera svo hreyfihamlaðir hafi greitt aðgengi.

Skipulag

Salurinn skiptist í tvö sambærileg svæði. Samtals 8-10 æfinga-pallar, annað rýmið er örlítið stærra fyrir laus áhöld, eða sérbúnað sem þarf að draga inn og út við æfingar (búkkar, fótapressur, eða önnur pláss frek áhöld). Þvert yfir salinn laust gangrými með helst mjúku undirlagi, þykku teppi eða gerfigrasi, til að deifa lítilega höggþunga, og grip við upphitunar og fjölhreyfiþjálfun.

Notkun

Það þarf að vera hægt að vera með æfingar fyrir allt að 12-15 iðkendur í einu. Hægt er að vera með einn stóran hóp eða tvö litla samtímis. Rýmið er eingöngu með sérhæfðan búnað til að æfa/þjálfa kraftlyftingar.

1. Aðstaða til kraftlyftinga.

Ólympískar lyftingar

Rými

150fm opinn salur, með 4-5m lofthæð á jarðhæð.

Skipulag

Salurinn skiptist í tvö sambærileg svæði. 8 pallar og annað minna svæði fyrir föst og laus áhöld, eða sérbúnað sem þarf að draga inn og út við æfingar (jarkbúkkar, rekkar, boltar og stangir).

Notkun

Það þarf að vera hægt að vera með æfingar fyrir allt að 10-15 iðkendur í einu. Hægt er að vera með  einn stóran hóp eða tvo minni samtímis.  Rýmið er eingöngu með sérhæfðan búnað til að æfa/þjálfa

2. Aðstaða til ólympískra lyftinga.

Fjölnotasalur

Rými

120-150fm opin salur, með 3.5-5m lofthæð og góða loftræsting. Aðgengi þarf að vera svo hreyfihamlaðir hafi greitt aðgengi.

Skipulag

Salnum er skipt í fjóra hluta:

  1. Upphitunartæki,  helst við gangveg.
  2. Svæði fyrir handlóð og lyftingamaskínur.
  3. Svæði fyrir mobility og tækniæfingar
  4. Svæði fyrir laus lyftingaáhöld og búnað


3. Fjölnotasalur

4. Fjölnotasalur

Keppnisaðstaða

Rými

350-400fm salur með 4-5m lofthæð góða loftræstingu. Aðgengi þarf að vera svo hreyfihamlaðir hafi greitt aðgengi. Rýmið er mest opið með áhaldageymslum á báðum endum.

Notkun

Aðstaða svo hægt sé að halda mót án mikilar fyrirhafnar. Pláss fyrir 100-150 áhorfendur og staðlaður búnaður svo hægt sé að halda lögleg mót og taka þau upp til útsendingar eða varvörslu.

Hugmyndin er að þetta sé fjölnota keppnis- og viðburðarsalur. Þar sem hægt er að halda mót í lyftingum og bardagaíþróttum. Auk þess er hægt að nota aðstöðuna til útleigu til almennar íþróttaiðkunar eða annara viðburða – svosem fyrirlestra, æfingabúðir, tónleika, ráðstefnur, árshátíðir osfv.

5. Aðstaða til mótahalds

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *