Kraftlyftingar – búnaður og/eða án?

Í kraftlyftingum er keppt í þremur lyftum – hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu – sem móta samanlagaðan árangur keppenda. Í dag er ýmist keppt með eða án búnaðar.

Það þróaðist þannig að farið var að nota hlífðarbúnað til að minnka meiðslahættu og auka möguleika á álagi. Þróuninn var ör uppúr 1990 – 2000. En hefur lítið breyst síðan þá. Flestur búnaður er hannaður þannig að hann myndi þrýsting eða stuðning við ákveðin vöðvahóp eða saumar i honum leiða álagið. Þannig það þarf að vera til ákveðin tæknilegur og sérhæfður skiliningur á hvernig á að klæða, stilla, og þjálfa sig eftir því hvernig gerð eða týpu þú ert að nota.

Með tilkomu klassískra kraftlyftinga er komin upp hópur iðkenda sem hafa sett sig á móti þessari “hjálpartækja” notkun og vilja sjá íþróttina fara frekar á þann veg að efla útbreiðslu og uppbyggingu á grundvelli klassískra kraftlyftinga.

Klassískar kraftlyftingar:
Kraftlyftingar eru einfaldar statískar hreyfingar sem er ekki svo erfit að ná valdi á. Vegna þess hversu auðvelt er að tileinka sér hreyfingarnar (á öruggan hátt) býður íþróttinn uppá mjög rúmt rými til að iðkendur geta verið tiltölulega sjálfstæðir í sinni þjálfun – eða þá með frekar lágt þjónustu stig m.v. aðra íþrótta iðkendur.

Þetta eru miklir kostir þegar talað er um útbreiðslu íþróttirinar, auðvelt að tileinka sér hreyfingarnar, aðbúnaðar til þjálfunar er hægt að finna í öllum líkamsræktarstöðvum, og þjálfunin er bæði góð fyrir líkama og sál.

Þá kemur að því að klassískar eru almennari útgáfa af þeim kraftlyftingum sem hafa tíðkast. Það eru ekki margar íþróttagreinar sem nota ekki þessar æfingar við styrktarþjálfun og auðveldar áður mjög sérhæfðri íþrótt að tengjast betur við aðrar greinar.

Það er því auðvelt að finna rökinn fyrir því að hallast frekar að klassískum kraftlyftingum og með því byggja upp sterkan grundvöll fyrir framþróun íþróttarinar.

Búnaðar kraftlyftingar:
Eins og með allar íþróttir eru áhættur á meiðslum algengari í keppnis útgáfum en þeim almennri. Þá er mikilvægt að hugsa til forvarna og aðferða til að minnka áhættu þætti og móta með sér leiðir til að auka líftíma keppnismanna. Hægt er að nota hlífðarbúnaðinn til að auka möguleika á þjálfun, sérhæfingu, álagi og tíðni.

Kraftlyftinga hreyfingarnar eru ekki flóknar hreyfingar og náðu fullkomnari hlífðargræjur að búa til aukna kröfu um undirbúning og færni í hreyfingunum með tilit til þess að búnaðurinn væri :

a) Að auka stuðning og öryggi iðkenda

Það hefur sýnt sig að kraftlyftingamenn/konur hafa náð ótrúlega mörgum árum í keppni og að forsendurnar eru að miklu leiti búnaðinum að þakka.
b) Að bæta við breytum og flækja við þjálfunar- og keppnisstigið sem gerir mótinn þeim mun meira spennandi og krefjandi.

Þróuninn hefur ekki orðið mikil á hvernig búnaðurinn virkar, en mikið hefur bæst við sérþekkingu og reynslu sem útskýrir töluverðar framfarir hérlendis og erlendis. Aukið álag við æfingar og keppni verður til þess að þjálfuninn þarf oft að leysa burðarþols og tæknilegahæfni fyrst og fremst. Vöðvaafl- og kraftur er áuninn í gegnum árinn og þarf ekki endilega að vera forgangsatriði – þótt það skiptir vissulega miklu máli.

þannig í staðinn fyrir að líta á þetta sem svindl er hægt að horfa á þetta sem aðferð til að gera íþróttina öruggari frá meiðslum og auka tæknilega kröfu og færni til iðkenda og þjálfara.

c) fyrirbyggjandi gegn lyfjanotkun

 

Búnaðurinn er sterkt vopn þegar barist er við lyfjamisnotkun. En með aukni tæknilegri þekkingu og skilning á þjálfunar aðferðum verður nánast úrelt að eltast við stera notkun og hægt að móta æfingar og þjálfunarskipulag sem skilar stöðugum framförum á öllum stigum án þess að hugsa til lyfja.

Niðurstaða og vangaveltur:

Kraftlyftingar er ein af þessum íþróttum sem ekki bara kalla á beina þáttakendur heldur einnig nauðsyn á fólki sem hefur gaman af íþróttinni og taka þátt sem áhugamenn. Það eru ekki allir til þess fallandi að vera afreksmenn, en það geta allir tekið þátt í kraftlyftingum á sínum eigin forsendum og eru birtingamyndir þeirra endalausar.

Klassískar verða mjög mikilvægar og geta laðað að sér fjölmennari hóp iðkenda sem eru ekki endilega sérhæfðir kraftlyftingamenn en hafa hæfni og gætu haft gaman af því að keppa og æfa með kraftlyftingafélögum.

Það hefur tíðkast í öllum íþróttum að fara þennan veg til að gera íþróttalegt umhverfi betra – fjaðrandi gólf, sundfatnaður sem minkar viðnám, skófatnaður sem eykur viðnám o.sfv. Ég held að stefna Alþjóðlega Kraftlyftingasambandsins (IPF), hefur verið gerðar nauðsynlegar kröfur sem miðað að því að móta og skapa íþrótt sem er mjög örugg en jafnframt krefjandi.

Ég held það verði ástæðulaust að skipuleggja stefnu íþróttarinar í einu eða öðru heldur auka jafnt færni og kröfur á báðum sviðum til að hámarka afkastagetu og árangur iðkenda. Ég er sannfærður um það í staðinn fyrir að móta með sér eitt eða annað er að geta innleitt báðar keppnisútfærslur til að auka áhuga og þáttöku sem flestra.

Held að kraftamenning og áhugi á því að styrkja sig sé tækifæri til að skapa skemtilegt og fjölbreytt umhverfi sem allir geta nýtt sér.

“Klassískar eru snilld  gefur þeim iðkendum sem hafa ekki tíma til að æfa af krafti mót til að stefna á. “

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *