Ingólfur Akureyrarmeistari 2017

Laugardaginn 1. júlí s.l. var Akureyrarmótið í Ólympískum Lyftingum haldið. Ingólfur Þór Ævarsson (KFA) vann naumlega mótið með 128kg snörun og 163kg í jafnhendingu. Árangurinn var talsvert frá hans besta en dugði þó.

Árni Rúnar (LH) frá Hveragerði sem gerði sér lítið og sló nokkur persónulegmet og náði lágmörkum til að keppa á Norðurlandamótinu (310 sincl.).

Jóel Páll Viðarsson ungur og efnilegur lyftingamaður frá Akureyri sló á mótinu nokkur íslandsmet drengja (u15 ára). En hann tók 81kg í snörun og 95kg í jafnhendingu sem er rúmlega 45kg bæting síðan á síðasta móti samanlagt.

Lyftingadeildinn vill þakka dómurum og starfsmönnum. En á mótinu voru allir stangamenn kvennkyns og gæti verið að það sé í fyrsta skiptið sem svo er á lyftingamóti hérlendis.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *