Sunnumót (push&pull – 5. ágúst)

Sunnumót (push&pull – 5. ágúst)

2010 var fyrst haldið hér á Akureyri sér kvennamót í kraftlyftingum markmið mótsins var að auka áhuga kvenna til þátttöku í kraftlyftingamótum. Mótið vakti mikla athygli meðal sterkrakvenna hér á landi og dregið ófáar konur inní sportið. Að okkar mati er þátttaka kvenna engu síðri í dag en þátttaka karla.

Okkur langar til að halda mótinu áfram en á öðrum forsendum. Draga til okkar almennings þáttöku í kraftlyftingar, fólk sem hefur stundað kraftlyftingar með öðrum íþróttum, inná almennum líkamsræktarstöðum, eða skólum til að reyna fyrir sér á móti öðrum áhugamönnum og byrjendum. Markmið mótsins er að reyna fá sem flesta þátttakendur og leggja áherslu á skemmtun í mótaumgjörð og umfang.

Mótsgjald er 2,500kr og fer allur ágóði mótsins til Hollvinasamtök SAk. Skráning berast til Huldu (hulda100@gmail.com).
Skráningafrestur rennur út 1. ágúst.

Nafn og kennitala  þarf að fylgja skráningu og sími og nafn foreldris ef keppandi er yngri en 18 ára.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Kvennaflokkar               Karlaflokkar

-47kg fl                 -59kg fl
-52kg fl                 -66kg fl
-57kg fl                 -74kg fl
-63kg fl                 -83kg fl
-72kg fl                 -93kg fl
-84kg fl                 -105kg fl
+84kg fl                 -120kg fl
                     +120kg fl

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Grétari Skúla (s. 848-4460)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *